Wednesday, September 13, 2017

Brjálsemin í Kóreudeilunni

Norður Kórea er "eðlilegt" ríki og stjórnvöld þar hugsa fyrst og fremst um sjálfstæði landsins og velferð þegnanna, en landið á í höggi við brjálaðasta og yfirgangssinnaðasta herveldi heims. Þetta brjálaða ríki drap á sínum tíma 1/3 hluta íbúa N-Kóreu í stríði. Frá vopnahléinu 1953 hefur brjálaða ríkið neitað N-Kóreumönnum um vopnahléssamning sem þeir hafa þó þráfaldlega óskað eftir. Brjálaða ríkið hefur nú 15 herstöðvar í Suður Kóreu allt að norðurlandamærunum. Árið 2001 setti brjálaða ríkið N-Kóreu á listann yfir "öxulveldi hins illa" ásamt Írak, Íran, Líbíu, Sýrlandi, og Kúbu og hefur síðan unnið sig skipulega niður þann lista með innrásum, valdaskiptaaðgerðum, eyðileggingu og dauða. Brjálaða ríkið stjórnar reglulega flug- og flotaæfingum undan strönd Kóreu, síðast einni í vor með yfir 300 þúsund þátttakendum. Norður Kórea kom sér loks upp kjarnorkuvopnum til landvarna, sprengdi fyrstu sprengjuna 2006 og hefur síðan sýnt heiminum að varasamt sé að ráðast á landið. Það voru viðbrögð "eðlilegs" ríkis. Steven Bannon, fyrrum aðalráðgjafi Trumps, sér þetta og sagði um daginn: "Það er engin hernaðarlausn fyrir hendi. Gleymdu því. Þar til einhver leysir þann hluta jöfnunnar sem sýnir mér að 10 milljónirnar í Seúl deyi ekki á fyrstu 30 mínútunum... Þarna er engin hernaðarleg lausn. Þeir náðu okkur."


Hér hef ég einkum tiltekið atriði sem skýra viðbrögð N-Kóreu sem "eðlileg" og réttmæt varnarviðbrögð. Áhrif Kóreudeilunnar á samband Kína og Bandaríkjanna er önnur hlið málsins. Steven Bannon sagði í sama viðtali að Kóreudeilan væri "aukasýning" en efnahagsstríðið við Kína væri aðalmálið. Brjálaða ríkið notar Kóreu-deiluna í baráttunni við að umkringja Kína hernaðarlega. Trumpstjórnin herðir róðurinn á þeim vígstöðvum. Þetta er hliðarverkun sem stjórnvöld N-Kóreu ráða illa við. En"glæpur" N-Kóreu er einfaldlega andstaða gegn bandarískri yfirráðastefnu og andstaða gegn því að láta gleypa sig.

Sunday, August 27, 2017

Viðbúnaðurinn gegn Norður-Kóreu beinist að Kína


Daginn áður enn aðalráðgjafi Trumps, Steve Bannon, yfirgaf Hvíta húsið sagði hann í viðtali að hamagangurinn á Kóreuskaga væri bara „aukasýning“ „sideshow“. Hins vegar: „The economic war with China is everything. And we have have to be maniacally focused on that... We’re at economic war with China. It’s in all their literature. They’re not shy about saying what they’re doing. One of us is going to be a hegemon in 25 or 30 years and its gonna be them if we go down this path.“ Sjá heimild. 

Svona umbúðalaust tal æðstu manna er glannalegt og Bannon var látinn fara. En auðvitað hafa glöggir menn séð þetta áður. Paul Craig Roberts skrifaði fyrir skömmu: „The Chinese government also is not stupid. The Chinese leadership understands that the reason for the N. Korean “crisis” is to provide cover for Washington to put anti-ballistic missile sites near China’s border.“ Sjá heimild. 

Í fyrradag sagði svo Trump að hann ætlaði að setja aftur aukinn kraft í Afganistanstríðið. Í Moskvu hugsuðu menn sitt um þessa vendingu í Washington. Adzhar Kurtov ritstjóri hjá Rannsóknarstofnun hermála skrifaði: „Behind all these bright-eyed statements about a certain new strategy in Afghanistan is a trivial position – to remove a rival or weaken him. Nowadays, the People’s Republic of China is the main rival of the US on the global arena,” Adzhar Kurtov said. He pointed to Beijing’s “serious plans for cooperation with Afghanistan, including in the economic sector“. Kurtov vísar sérstaklega til þess að Afganistan og Pakistan gegna mikilvægu hlutverki í áformum Kína um nýja „Efnahagsbelti silkivegarins“. Pakistan gerðist nýlega fullur meðlimur í „Samvinnustofnun Sjanghæ“ með miðstöð í Peking og í framhaldinu hótar nú Trump að stöðva efnahagsaðstoð USA við Pakistan. Sjá heimild.

Monday, August 21, 2017

Sýrlenskir flóttamenn snúa heim


SÞ-stofnunin International Organization for Migration (IOM) greinir frá að nú fjölgi mjög sýrlenskum flóttamönnum sem snúi heim, 600 þúsund það sem af er ári. Meirihluti þeirra er flóttafólk innan Sýrlands. Þetta eru straumhvörf í þróun stríðsins, þökk sé sigrum Sýrlandshers gegn innrásarherjum sem styðjast við NATO-ríkin og bandamenn við Persaflóa.


Skýrslan segir m.a. að meirihluti þeira sem snúa heim fari til Aleppó-stjórnsýsludæmis: "Half of all returns in 2016 were to Aleppo Governorate. The report shows that similar trends have been observed in 2017. Consequently, an estimated 67 per cent of the returnees returned to Aleppo Governorate" Áhugavert er að rifja upp áralangar hjartnæmar lýsingar RÚV á frelsisbaráttu uppreisnarmanna í Aleppo og sjá svo í ljósi þessa hverjir það voru sem í raun háðu frelsisbaráttu þar í borg. Sjá heimild. 

Monday, August 7, 2017

Hertar refsiaðgerðr gegn Rússum: djöflareið til styrjaldar

(birt á fésbókarsíðu SHA 6. ágúst 2017)

Í vikunni samþykkti bandaríska Þingið lagafrumvarp um „hertar refsiaðgerðir“ gegn Rússlandi, í reynd fullt viðskipta- og efnahagsstríð gegn landinu og endurkomu kalda stríðsins. Atkvæðatölurnar í Þinginu voru ótrúlegar, 98 gegn 2. Gegn voru aðeins Rand Paul og Bernie Sanders, sá síðari þó aðeins af því lögin beindust líka gegn Íran. Trump lýsti megnri óánægju með lögin, taldi þau „clearly unconstitutional“ en sagðist mundu samt undirrita. Enn ein niðurlægingin fyrir forsetann sem hér tapar stjórn utanríkismála í hendur þingsins þar sem haukar í báðum flokkum ráða för.


Lögin hafa valdið ólgu í Evrópu. Þau kveða nefnilega á um stofnun “Center for Information Analysis and Response” sem m.a. á að annast skráningu og skýrslugerð um rússnesk áhrif á kosningar, flokka og fólk – og líka í Evrópulöndum. Sem undirstrikar stöðu ESB-ríkja sem bandarískar hjálendur. Refsiaðgerðirnar skaða mjög beint evrópska hagsmuni, t.d. orkumálastefnu Þýskalands og þau fyrirtæki (þýsk og evrópsk) sem fjárfest hafa í jarðgasflutningnum mikla frá Rússlandi. Zypries orkumálaráðherra Þýskalands segir að bandarísku lögin stríði gegn þjóðarrétti.
Bandaríska djúpríkisvaldið hefur nú náð fullri stjórn mála eftir að hafa hnotið lítillega þegar það kom ekki óskafulltrúa sínum í Hvíta húsið. Algjört grunnstef þess í utanríkismálum nú er stríðsstefnan, fyrst gegn Rússlandi síðan Kína - og öllum bandamöannum þeirra, að tryggja að bandaríski bryndrekinn haldi sér á stríðsbrautinni til að viðhalda forræði USA og Vestursins. Um það snýst fárið um rússnesku „kosningaafskiptin“. Og, merkilegt nokk, líka hin sérstaka herferð bandarískrar pressu gegn Trump. Um þessa djöflareið til stryrjaldar skrifaði John Pilger í fyrradag: „On 3 August, in contrast to the acreage the Guardian has given to drivel that the Russians conspired with Trump ...the paper buried, on page 16, news that the President of the United States was forced to sign a Congressional bill declaring economic war on Russia. Unlike every other Trump signing, this was conducted in virtual secrecy and attached with a caveat from Trump himself that it was “clearly unconstitutional”.
A coup against the man in the White House is under way. This is not because he is an odious human being, but because he has consistently made clear he does not want war with Russia. This glimpse of sanity, or simple pragmatism, is anathema to the “national security” managers who guard a system based on war, surveillance, armaments, threats and extreme capitalism." Sjá heimild.

Thursday, July 27, 2017

Merki um bandaríska stefnubreytingu í Sýrlandi?

(birtist á fésbók SHA 24. og 26. júlí 2017)
Í vikunni sáust a.m.k. tvenn merki um mögulega stefnubreytingu Bandaríkjanna í Sýrlandsstríði.

I. Fyrir viku greindi RÚV frá að CIA ætlaði að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi og snúa þannig við stefnu sem Obamastjórnin tók 2012. Í framhaldinu greindi Finacial Times frá skiljanlegum áhyggjum sýrleskra uppreisnarhópa (og John McCain) af þessum sökum. En í barlómi þeirra kemur skýrt fram merkilegt atriði sem ekki er daglega fjallað um í vestrænum fjölmiðlum, að jíhadistarnir eru ekki bara vopnaðir af CIA, þeir eru á LAUNASKRÁ CIA: "Einn uppreisnaryfirmaður sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði að stuðningur Bandaríkjanna hefði verið minnkandi mánuðum saman, en gat þess að uppreisnarmenn hefðu þó fengið laun sín eins og venjulega síðasta mánuð." Jíhad-málaliðar sumsé. Flökt og umsnúningar Trumps í Sýrlandi, milli "raunsæis" og aukinnar hörku endar mögulega á viðurkenningu þess að þetta stríð geta þeir ekki unnið. Sjá heimild.

II. Generáll Raymond Thomas yfirmaður bandarískra sérsveita í Sýrlandi (Special Operations) á fundi um öryggismál hjá Aspen Institute segir skýrt að Bandaríkin hafi ekki neina þjóðréttarlega heimild fyrir herliði í Sýrlandi. Ef Rússar spyrja okkur: Hvað hafið þið þar að gera? er okkur ekki stætt þar: "Hér er ráðgáta: Við störfum í fullvalda ríkinu Sýrlandi. Rússarnir, stuðningsmenn og bakmenn þeirra, hafa þegar gert Tyrki óboðna í Sýrlandi. Við erum einn slæman dag frá því að Rússar spyrji: Af hverju eruð þið, Bandaríkin, enn i Sýrlandi." Heimild. 

Saturday, July 8, 2017

Fleiri göt á lygahjúpinn um eiturgasið í Sýrlandi

(birtist á fésbók SHA 7. júlí 2017)
                                                   Fréttamynd um fórnarlamb saríns í Khan Sheikhoun

Meðhöndlun vestrænnar pressu á nýlegum eiturgas-skrifum Seymour Hersh segir sitt um fjölmiðlafrelsið í hinum vestræna heimi. Heimildarmenn hans í bandarískri leyniþjónustu sögðu honum að opinbera útgáfan af eiturárás í sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun – sem gaf Trump yfirvarp til að hefja opið stríð gegn Sýrlandsstjórn – væri fals. Hersh gat ekki komið greinum sínum í neitt útbreitt blað í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Um síðir kom hann þeim í þýska vikublaðið Welt am Sonntag. Þá kom næsti leikur meginstraumspressunnar: Hún hefur síðan fylgt SKIPULEGRI ÞÖGGUN gagnvart þessum afhjúpunum. Þegjum manninn í hel! Þögnin nær þó ekki til mótstraumsmiðla, og um þá ratar Hersh vel. Um þetta fjallar Jonathan Cook á Counterpunch: sjá heimild.

Aðra glufu í sama lygahjúp gerir Bandaríkjamaður að nafni Scott Ritter. Hann var æðsti vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 til 1998, þ.e.a.s. á undan Hans Blix, og staðhæfði þá staðfastlega að ásakanirnar um gjöreyðingarvopn Íraka væru fals. Þungaviktarmaður m.ö.o. Hann skrifaði núna grein í The American Conservative 29/6. Þarna kannar hann skipulega þau gögn sem lögð hafa verið fram um Khan Sheikhoun, að Sýrlandsher hafi „kastað sarínsprengju“. Gögnin eru myndir frá „Hvítu hjálmunum, myndir sem einkum hafa verið greindar af Human Rights Watch sem hafa dreift þeim áfram gagnrýnislaust. Ritter sýnir fram á að þessi gögn eru víðsfjarri öllu sem kenna má við vísindalega könnun. Engin óháð rannsókn hefur enn farið fram í Khan Sheikhoun. Ritter er ennfremur alveg ómyrkur í máli í afgreiðslu sinni á aðferðum „Hvítu hjálmanna“ sem hann kennir við „leikhúsbrellur“, enda fengu þeir Óskarinn í flokki „heimildarmynda“. Sjá heimild 

Tuesday, July 4, 2017

Stríðið og framtíðarhorfur Sýrlands

(birt á vefsíðu Alþýðufylkingarinnar 4 júlí 2017)

Inngangur eftir Þórarin Hjartarson og grein eftir Patrik Paulov


Í Speglinum 27. júní fjallaði Kári Gylfason um Sýrlandsstríðið. Hann hafði þar eftirfarandi eftir bandarískum blaðamanni, Jonathan Spyer: „Sýrland er ekki lengur til. Því hefur þegar verið skipt upp í sjö aðskilda hluta.“ (heimild) Greining Kára studdist einkum við grein frá 19. maí í ritinu Foreign Policy – sem er mjög miðlægt í bandarískri utanríkisumræðu og mætti kalla málgagn „The Deep State“ vestan hafs. Í greininni skýrir Spyer nánar skiptinguna í sjö svæði: „...svæðið undir yfirráðum stjórnarinnar, þrjú aðskilin svæði undir stjórn uppreisnarmanna, tvær kúrdneskar kantónur og ISIS-svæðið.“ Aftar í greininni slær hann föstu: „Sýrlandi verður skipt á milli stjórnarhlutans í vestri, uppreisnarmanna súnníaraba í norðvestri og suðvestri, svæði tyrknesk-studdra uppreisnarmanna í norðri, SDF-stýrða svæðið í norðaustri og loks eitthvert fyrirkomulag á austursvæðinu sem felur í sér yfirráð bæði SDF og vestrænt studdra araba.“ Stöðu síðastnefnda svæðisins, austursvæðisins, orðaði hann svo á öðrum stað: „...og æ opinskárri stuðningur Bandaríkjanna við þessar sveitir opnar möguleikann á að USA-studdur landshluti verði til austan Efrats“. (heimild)
Þessi greining er auðvitað ekki persónulegt álit Kára Gylfasonar. Hún er ekki heldur greining blaðamannsins Jonathan Spyers. Þetta er línan sem nú er við lýði í Washington (RÚV leitar aldrei annað eftir réttri túlkun átakanna í Miðausturlöndum). Hugveitan RAND Corporation, sem er hluti af bandaríska stjórnkerfinu, nánar tiltekið sérhugveita fyrir herinn,  hefur á undanförum árum árlega birt nokkuð sem hún kallar „Peace Plan for Syria“. Nýjasta áætlunin „Peace Plan for Syria III“ sem lögð var fram í febrúar sl. (ég deildi henni á fésbók SHA 26. febr.) er nánast orðrétt samhljóða framtíðarsýn Spyers um Sýrland. (heimild)