Sunday, November 15, 2015

Heimsvaldastefnan er týndi hlekkurinn

Vera Illugadóttir skoðaði „Líf og dauða í Sýrlandi“ í tveimur útvarpsþáttum. Sérstaklega fyrri þátturinn var upplýsandi. Jóhanna Kristjánsdóttir og Finnbogi Rútur Finnbogason lýstu opnu, gestrisnu samfélagi einkenndu af trúarlegu umburðarlyndi og bjartsýni, „léttur þægilegur andi eins og í Istanbúl eða París“. Svo kemur þáttur tvö um „rætur borgarastyrjaldar“. „Arabíska vorið“ 2011 kemur til Sýrlands eins og sprenging og samfélagið tortímir sér skyndilega í trúardeilu svo hálf þjóðin lendir á vergangi og flótta. Ekki upplýsandi! Vera dettur í heilaþvottavélina, endurtekur tuggu væstrænna fréttastofa um friðasamleg mótmæli sem stjórnvöld siguðu hernum á, ekki orð um stuðning vestrænnar leyniþjónustu eða Persaflóaríkja við uppreisnina frá fyrsta degi í Daraa eða stöðugan straum birgaðflutninga til uppreisnarmanna yfir landamæri Tyrklands og olíustrauminn hina leiðina. Líkt og vestrænar fréttastofur nefnir hún aldrei þátt vestrænnar heimsvaldastefnu. Það er tapaði hlekkurinn í þróunarkeðju atburðanna. 

No comments:

Post a Comment