Saturday, February 13, 2016

Flugskýlin á Miðnesheiði

(birtist á fésbókarsíðu SHA 12. feb 2016)
Gunnar Bragi og Hanna Birna gera lítið úr "uppfærslu flugskýlis" á Miðnesheiði. En vefrit Bandaríkjahers segir málið snúast um að taka skuli upp eftirlit úr lofti með rússneskum kafbátum og sjóherinn gæti síðar "farið fram á aðstöðu til langframa". Fyrir viku kom fram að Bandaríkin áforma að FJÓRFALDA á næstunni hernaðarútgjöld sín í Evrópu. Og í gær kom fram frá fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel í fyrsta lagi að NATO hefur undanfarið ÞREFALDAÐ viðbragðsliðsafla sinn í Austur-Evrópu og áformar nú að bæta 40 þúsund manns við auk þess að auka mjög hernaðaraðstoð við Tyrkland m.m.  Sjá frétt þar um. Það verður að setja flugskýlismálið inn í þetta samhengi og segja svo að það sé meinlaust.

No comments:

Post a Comment