Friday, April 1, 2016

Palmyra frelsuð

(Birtist á Fesbókarsíðu SHA 31. mars 2016)

 Frá Palmyra

Palmyra frelsuð 27. mars. Úr höndum ISIS. Fyrir baráttufólk er enn mikilvægara að benda á sigra hins góða en hörmungar af sigrum yfirgangsaflanna og hins illa. Í Írak og Sýrlandi voru tvær af "vöggum siðmenningarinnar". Borgin Palmyra var „ein mikilvægasta menningarmiðstöð fornaldarinnar“ segir UNESCO. „Palmyra lætur Róm fara hjá sér“ segja fornleifafræðingar. Í meðfylgjandi myndbandi skoðar Russia Today hinar fornu rústir. Mikilfengleikinn dylst engum. Hér er nokkuð dvalið við Bel-hofið sem ISIS sprengdi. Það var vígt guðinum Bel 32 AD, árið sem Jesú flutti fjallræðuna. Síðar var því breytt í býsantíska kirkju og loks í mosku. Sigur Sýrlandshers hefur mikla táknræna þýðingu því Palmyra er einn lykilhlekkur í sögu og sjálfskennd Sýrlendinga.

No comments:

Post a Comment