Sunday, October 16, 2016

Sýrlandsstríðið er innrásarstríð

(Birt á fésbókarsíðu SHA 13. okt 2016)
Rætt er um eðli Sýrlandsstríðsins. Ég segi, það er DULBÚIÐ sem borgarastríð en er fjölhliða INNRÁS Vestursins (undir forustu USA) og svæðisbundinna bandamanna - má líka kalla það fjölhliða valdaskipta-aðgerð. Nokkrar hestu hliðar innrásarinnar eru: 1) Það að leyfa Persaflóaríkjum að vopna trúarvígamenn (langtífrá "hófsama") frá 100 löndum til uppreisnarstríðs. 2) Það að NATO leyfi meðlim sínum, Tyrklandi, að halda opnum ótal aðflutnings- og þjónustuæðum til hryðjuverkahópanna. 3) Vesturblokkin öll, viðurkenndi árið 2012 „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa – National Coalition – sem hið lögmæta stjórnvald Sýrlands, sem þýðir auðvitað það að Vestrið stillir sér á bak við uppreisnina. 4) Viðskiptabann. Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Sýrland frá 2004 (hafa hert það síðan) en ESB gerði hið sama 2013. 5) "Bandalagið gegn ISIS" (stóru NATO-veldin plús Persaflóaríki) hefur nú gert 111 þúsund sprengjuárásir (sorties, tölur frá Pentagon) á Sýrland og Írak, 147 árásir á dag í rúm 2 ár. 6) Þó Persaflóaríkin séu í aðalhlutverkum í að vopna sýrlensku uppreisnina stunda Bandaríkin (gegnum CIA) líka verulegan vopnaflutning til hennar. Breska hermála-upplýsingaþjónustan Jane´s greindi t.d. frá einum skipsfarmi með um 1000 tonn af austur-evrópskum léttavopnum, skipað út frá borginni Constanta í Rúmeníu og til Sýrlands gegnum Tyrkland og Jórdaníu í desember sl. Kostað af CIA. Borgarastríðs-dulbúningurinn nær ekki að fela hið rétta eðli þessa svívirðilega innrásarstríðs.

No comments:

Post a Comment