Thursday, May 25, 2017

Trump auðmýktur og hnattvæðingaröflin ráða förinni

(birtist á Fésbók SHA 24. maí 2017)
                                          Bandarísku forsetahjónin í Rýadh

Heimsókn Trumps til Sáda er dæmisaga, skrifuð í skýin. Trump náði kjöri með því að hamast gegn hnattvæðingunni og hernaðarævintýrum USA, þessum "6 billjónum dollara [sem er] sólundað í Miðausturlöndum". Hann ætlaði almennt að hætta "valdaskipta"-æði fyrirrennara sinna, hann sagði "ekkert forgangsatriði" að losna við Assad Sýrlandsforseta og vildi samvinnu við Rússa í því að berjast við ISIS (og á fleiri sviðum). Fyrir skömmu sagði hann líka að Sádar væru "heimsmeistarar í fjármögnun hryðjuverka". Ég hygg að Trump hafi meint alveg slatta af þessu. En bandaríska djúpríkisvaldið ekki. Því ráða hnattvæðingarsinnar. Þeir völdu að berja hann til hlýðni. Og eftir barsmíð í 5-6 mánuði beygði hann sig djúpt í duftið. Þann 7. apríl var Trump kominn í yfirlýstan hernað við Assadstjórnina, og þar með við Rússa. Þegar hann svo skyldi í sína fyrstu utanlandsför var hann sendur einmitt til Sádi-Arabíu (og til Ísraels sem hann gerði líklega af eigin hvötum). Þar gerði hann einn stærsta vopnasölusamning sögunnar og tók þátt í að opna miðstöð gegn terrorisma! Í þakkarræðu sinni hlóð hann lofi á stjórnvöld í Rýadh en réðst á Írani fyrir að "kosta og þjálfa terrorista um heim allan". Umræddum vopnum er einmitt beint gegn Íran og Sýrlandi. Dæmisagan er saga um mikla auðmýkingu og sýnir um leið hverjir ráða í Hvíta húsinu.


Bandaríska hnattvæðingarelítan fyrirlítur Trump og lætur berja á honum. Trump tekur síðan 180 gráðu beygjur þar sem þess er krafist. Hann er bersýnilega ekki sá prinsippmaður að hann taki prinsipp sín fram yfir valdasetu. Mergur málsins er að Trump var einkum kosinn til að hafna stefnu hnattvæðingar og efnahagslegrar frjálshyggju (ekki rasistar að kjósa rasista eins og meginstraumspressan heldur fram) -  en hnattvæðingarsinnarnir sem ráða keyra sitt spor alveg án tillits til þess hver er "maðurinn í brúnni".

Friday, May 19, 2017

Af hverju stafar gremjan vestan hafs?


Vanlíðan og pirringur ræður ríkjum innan amerísku elítunnar. Mike Whitney skrifar hér um „óendanlega pirrandi áróðursherferð“ undanfarinna átta mánaða þar sem fólk má hlusta á stöðuga síbylju voldugustu fjölmiðlanna sem tala um íhlutun Rússa í forsetakosningarnar sl. haust eins og viðtekin sannindi... „og á þeim átta mánuðum hafa hvorki fjölmiðlar, stjórnmálamenn né leyniþjónustumenn, sesm segjast vissir um að Rússar hafi blandað sér í bandarísku kosningarnar náð að framkalla neitt sem nálgast það að vera sannanir.“

En hvað veldur þessari ógurlegu gremju? það er í fyrsta lagi, svarar Whitney... „af því Because Donald Trump hafði ósvífni til að vinna kosningar sem voru eyrnamerktar handa eftirlæti valdakerfisins, hnattvæðingarsinna og leiðandi stríðsæsingamanni, Hillary Clinton. Það er það sem nornaveiðarnar snúast um, öfund." 

Af hverju velur svo „djúpríkisvaldið“ Rússa sem skotmark í þessum nornaveiðum?
"That’s easy. Just look at a map. For the last 16 years, the US has been rampaging across North Africa, the Middle East and Central Asia. Washington intends to control critical oil and natural gas reserves in the ME, establish military bases across Central Asia, and remain the dominant player in an area of that is set to become the most populous and prosperous region of the world... But one country has upset that plan, blocked that plan, derailed that plan. Russia. Russia has stopped Washington’s murderous marauding and genocidal depredations in Ukraine and Syria, which is why the US foreign policy establishment is so pissed-off. US elites aren’t used to obstacles. For the last quarter of a century... the world had been Washington’s oyster. If the president of the United States wanted to invade a country in the Middle East, kill a million people, and leave the place in a smoldering pile of rubble, then who could stop him? Nobody. Because Washington owns this fu**ing planet and everyone else is just a visitor. But now all that’s changed."  Sjá grein Whitneys: 


Við þetta þarf að bæta að þessi botnlausi valdahroki elítunnar í hinu hnignandi risaveldi (frjálslynda hluta hennar enn frekar en þeim íhaldssama) færir þjóðum heims reginböl í formi styrjalda og sívaxandi hættu á tortímandi heimsófriði. Það alvarlegasta í málinu er að friðarhreyfing Vestursins er fórnarlamb lygamaskínunnar og þar með lömuð og nánast dauð.


Wednesday, May 17, 2017

Evróvisjón liður í umsátri Rússlands

(Birtist á fésbók SHA 14. maí 2014)
                                                       Júlíu Samoylovu var ekki hleypti til Kænugarðs 

Íslenska þjóðin hefur um sinn dvalið í Kænugarði. Tekið þátt í pólitískri orgíu. Þegar hinni rússnesku Júlíu Samoylovu var meinuð þátttaka í Evróvisjón varð söngvakeppnin að lið í umsátri og einangrun Rússlands. Stjórnarfarið í Úkraínu þróast áfram í átt til fasisma. Stjórnvöld heyja stríð gegn eigin þjóð. Gaddafí var tortímt fyrir að gera slíkt – sem þó var logið upp á hann – en Úkraínustjórn leyfist það af því hún er nú með Vestrinu í liði. Kommúnistaflokkur landsins er bannaður. Einnig er bannað, að viðlagðri refsingu, að gagnrýna hina fasísku úrkraínsku hægriþjóðernissinna (OUN/Banderaista) stríðsáranna 1941-45 sem unnu með Þjóðverjum og stóðu m.a. að morðum á hundruðum þúsunda gyðinga og Pólverja, en heita nú „föðurlandsvinir“. Sjórnin í Kiev hefur ákveðið að ekki skuli halda upp á sigurdaginn 9. maí. Í mörgum bæjum Úkraínu, meira þó austan til gerðu tugþúsundir það engu að síður, undir árásum og barsmíð fasista. M.a. í Dnepropetrovsk, en þar reyndi lögreglan að vernda göngufólk gegn árásum fasistanna. Það var ekki eftir bókinni og daginn eftir setti innanríkisráðherrann Arsen Avakov lögregluyfirvöld í Dnepropetrovsk af fyrir að óhlýðnast skipunum frá Kiev. Meðfylgjandi myndir eru þó einmitt frá Kiev, daginn sem Svala Björgvinsdóttir söng fyrir Íslands hönd.