Saturday, June 24, 2017

Kafbátaheræfing og Rússahættan.

(bistist á fésbókarsíðu SHA 23. júní 2017)

                                Kafbáta-flotaæfingin Dynamic Mongoose 2016 við Noreg


Nú á mánudaginn 28. júní hefst tveggja vikna NATO flotaæfing, við Ísland með áherslu á kafbátahernað, nefnd Dynamic Mongoose. Talað er um 2000-3000 manns sem tekur þátt í æfingunni, frá 9 NATO ríkjum. Ótilgreindur fjöldi herskipa og kafbáta tekur þátt. RÚV talaði í kvöld við NATO-herforingja sem sagði að ástæðan sé vaxandi umsvif Rússneskra kafbáta sem geti farið að laumast gegnum GIUK-hliðið (línan Skotland, Ísland, Hvarf á Grænlandi) – og benti á að nú fari aftur hraðvaxandi hernaðarlegt mikilvægi Íslands, og loftrýmiseftirlitsins. Hættumatið í íslenskum fréttum er allt á eina bók.
Rússar standa fyrir 4-5% af herútgjöldum heimsins. Það er alveg gífurlegur voði. USA stendur fyrir 37%, það er í lagi. NATO og nánustu bandamenn (Ísrael, Japan, Sádar..) standa fyrir svona 85%. Það er í lagi. Vel á minnst Sádar einir eru komnir upp fyrir Rússa, gott.
Rússar hernema herstöð sína til 234 ára á Krímskaga og heimsbyggðin formyrkvast. En USA og NATO ástunda samfellda og æ hraðari hernaðaruppbyggingu við vesturglugga Rússlands með eldflaugakerfum, þungavopnum og tvöföldum mannaflans á hverju einasta ári, guði sé lof!
Rússland hefur eina herstöð utan eigin lands, nefnilega í Sýrlandi. Voðalegt! Bandaríkin hafa 700 herstöðvar utan lands dreifðar um heim, ekki síst í hring um Rússland. Það er í góðu lagi.
Sagt er fyrir vestan haf að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sl haust. Þetta er alveg hræðilegt, þó sannanir hafi enn ekki fundist. En árið 1996 fóru menn Clintons forseta massíft inn í kosningabaráttuna í Rússlandi til að tryggja Boris Jetsin sigur. 

                                                            Forsíða TIME í júlí 1996

Ritið TIME fjallaði um málið og aðalgreinin fjallaði um: „The secret story of how four U.S. advisers used polls, focus groups, negative ads and all the other techniques of American campaigning to help Boris Yeltsin win.“ Svo veifaði Jeltsin risaláni frá vini sínum Clinton sem fengist, ef sigur ynnist. Ja, göfugur tilgangur helgaði alla vega meðalið.
Ætlar SHA ekki að álykta um málið?

No comments:

Post a Comment